Gefið út August 9, 2013
August 09, 2013

 

viti

„Gönguleiðir  í kringum Víti eru sömuleiðis stórhættulegar ferðafólki og óhjákvæmilegt að loka svæðinu af öryggisástæðum,“ segir Ólafur H. Jónsson, formaður stjórnar Landeigenda Reykjahlíðar, í yfirlýsingu.

„Þarna hefur þegar orðið mikið tjón og ætla má að það muni kosta allt að 2,5 milljónum króna að bæta þar úr svo stígar og pallar komist í samt lag á ný. Mikil óvissa ríkir um hverjir treysta sér til eða telja sig eiga að borga endurbæturnar og tryggja þannig öryggi ferðamanna. Hér er því nærtækt dæmi nauðsyn þess að afla nauðsynlegra tekna, með því að gestir greiði fyrir að skoða náttúruperlurnar, til að gera svæðið þannig að það standist kröfur um landvernd og öryggi. Því miður er lokun eina leiðin í stöðunni.“