Gefið út August 9, 2013
August 09, 2013

lokad

Svæðinu við Leirhnjúk í Mývatnssveit, norðvestur af Kröflu, verður lokað alfarið fyrir ferðamönnum frá og með morgundeginum 17. júní um óákveðinn tíma. Til þessa ráðs er gripið til að verja landið frekari spjöllum, að sögn landeigenda. Áberandi skilti um lokun verða sett upp svo ekkert fari á milli mála.

Stjórn Landeigenda Reykjahlíðar ehf. tók ákvörðun um lokunina, en að þeirra sögn hafa þegar orðið mikil spjöll á landinu vegna ágangs. Á þessum tíma er landið viðkvæmt og göngustígar og göngupallar eru afar illa farnir eftir vetraráhlaup og snjóþyngsli. Þá er lokunin einnig sögð í þágu öryggis ferðafólks.